Það er svo margt

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Friðrik Dagur Arnarson

það er svo ótal margt, sem enginn kann á skil,
að sigra myrkrið svart, þann sefa er finnur til.
Að milda sorgarmál og mýkja hvassan róm,
að kveikja kærleiks bál og kveðja harðan dóm.

Mér hleypur kapp í kinn að kveða dýran óð.
Að finna farveg minn og feta rétta slóð.
Mig langar til að finna frið og færa hann til þín.
Ef lítið liggur við, þá leitar þú til mín.